Ráðstefnan Völundarhús sjálfræðis

 

Ráðstefna Landssamtakanna Þroskahjálpar, Völundarhús sjálfræðis: Fíkni- og geðheilbrigðisvandi fólks með þroskahömlun og einhverfu fer fram laugardaginn 26. október á Grand Hotel, kl. 8.45-12.20. Ráðstefnan hefst á morgunverði.

Þrátt fyrir að margir þeirra sem glíma við fíkn og/eða geðrænan vanda séu með þroskahömlun og/eða einhverfu er ljóst að viðeigandi meðferð, úrræði og þjónustu vantar. Á ráðstefnunni Völundarhús sjálfræðis fjalla aðstandendur, fræðimenn og sérfræðingar um stöðu hópsins sem og þann vandrataða stíg sem þarf að finna og feta til að tryggja öryggi fólks og og jafnframt vald þess yfir eigin lífi og hvernig megi skapa og bjóða þau meðferðarúrræði og þá þjónustu sem best gagnast.

Skráning fer fram hér

Hér má sjá Facebook viðburð

Dagskrá

8.45-9.15 Morgunverður
9.15-9.30 Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar setur landsþing samtakanna
9.30-9.40 Ávarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra og setning ráðstefnu
9.40-10.00 Er réttlætanlegt að taka ráðin af fullorðnu fólki? Eyja Margrét Brynjarsdóttir, heimspekingur
10.00-10.15 Fíknivandi ungs fólks með þroskahömlun: rannsókn frá Stuðlum Ásgeir Pétursson, félagsráðgjafi
10.15-10.30 Sagan af Andra Vala Sigurjónsdóttir, aðstandandi
10.30-10.50 Sjálfsákvörðunarrétturinn í ljósi laga um réttindagæslu fyrir fatlað fólk Halldór Gunnarsson, sérfræðingur hjá Gæða- og eftirlitsstofnunn félagsþjónustu og barnaverndar og fyrrverandi formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar
10.50-11.05 Kaffi
11.05-11.25 Beiting nauðungar til verndar fötluðu fólki - hvaða skilyrði þarf að uppfylla? Brynhildur Flóvenz, dósent við lagadeild Háskóla Íslands
11.25-11.45 Geðheilbrigðisþjónusta fyrir fullorðna með þroskahömlun - hvað þarf að gera? Dagur Bjarnason, geðlæknir
11.45-12.05 Samþætting velferðar- og geðheilbrigðisþjónustu Bjargey Una Hinriksdóttir, forstöðumaður stuðnings- og ráðgjafteymi Reykjavíkurborgar
12.05-12.20 Leiðir til lausna Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar