Ólafur Hafsteinn ítrekar fundarbeiðni til forsætisráðherra

Ólafur Hafsteinn Einarsson óskaði í september eftir fundi með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, en hann var vistaður í kvennafangelsinu á Bitru á Suðurlandi ásamt öðrum fötluðum einstaklingum. Hann ítrekaði beiðni sína við forsætisráðherra nú á dögunum.

Ólafur Hafsteinn var, ásamt fleiri fötluðum einstaklingum vistaður á Bitru í Hraungerðishreppi þar sem rekið var kvennafangelsi samkvæmt samningi við stjórnvöld en einnig var þar rekin þjónusta við fatlað fólk af sömu aðilum. Ólafur fundaði með fyrrverandi dómsmálaráðherra, Sigríði Á. Andersen, þann 7. mars 2018 og hafa stjórnvöld ekki enn brugðist við þessu alvarlega máli.

„Enginn hefur borið brigður á þær lýsingar mínar og þær eru studdar af opinberum gögnum. Þrátt fyrir það hef ég enn ekki fengið nein viðbrögð frá hlutaðeigandi ábyrgum stjórnvöldum.“

 

Þann 4. nóvember s.l. fór Ólafur Hafsteinn í forsætisráðuneytið og ítrekaði beiðni sína um fund með Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra.

 

Hér má sjá umfjöllun fjölmiðla um mál Ólafs:

https://stundin.is/grein/6252/

https://stundin.is/grein/6968/

https://www.ruv.is/frett/sorglegt-ad-stor-hopur-fellur-ekki-undir-login

https://www.ruv.is/frett/thetta-er-ekkert-retta-brefid

https://www.ruv.is/frett/fatladir-i-fangelsi-enginn-okkar-var-frjals

https://www.ruv.is/frett/domsmalaradherra-harmar-erfida-reynslu-a-bitru