Nýtt fræðsluefni um notkun samfélagsmiðla og fjarfundarforrita!

Landssamtökin Þroskahjálp hafa látið útbúa myndbönd um hvernig eigi að nota samfélagsmiðla, fjarfundarforrit, góð samskipti á netinu og fleira.

Í myndböndunum er sagt frá því:

  • hvernig eigi að nota fjarfundarbúnað eins og Zoom og Teams,
  • hvernig eigi að nota samfélagsmiðla og samskiptamiðla eins og Facebook, Instagram, TikTok, Snapchat og fleiri forrit,
  • netöryggi og hegðun á netinu,
  • samskiptareglur á netinu og hvað við eigum að gera ef einhver segir eitthvað ljótt um okkur eða aðra á netinu.