Nýr starfsmaður á skrifstofu Þroskahjálpar!

Kristín Jóhannsdóttir hefur verið ráðin á skrifstofu Þroskahjálpar til þess að sinna skjalavörslu og tengdum verkefnum. Saga Landssamtakanna Þroskahjálpar spannar 45 ár, og er samofin sögu fatlaðs fólks á Íslandi. Meðal verkefna Kristínar, sem er með BA-próf í bókasafnsfræði,  verður að sjá til þess að þessi saga verði varðveitt með skipulegum og öruggum hætti. 

Við bjóðum Kristínu hjartanlega velkomna á skrifstofu Þroskahjálpar!