Nýr starfsmaður

Þórarinn Snorri Sigurgeirsson
Þórarinn Snorri Sigurgeirsson

Þórarinn Snorri Sigurgeirsson hefur verið ráðinn á skrifstofu Þroskahjálpar sem verkefnastjóri reksturs. Hann er stjórnmálafræðingur að mennt og hefur á síðustu árum starfað fyrir hin ýmsu félagasamtök. Þórarinn Snorri hefur í störfum sínum unnið að fjölbreyttri réttindabaráttu í þágu jaðarsettra hópa.

Þórarinn Snorri mun sinna verkefnum á skrifstofu er varða daglegan rekstur og móttöku, og mun m.a. taka við verkefnum Ástu Friðjónsdóttur og Helgu Hjörleifsdóttur, sem báðar hafa starfað um árabil hjá samtökunum en ljúka störfum sökum aldurs um áramót. 

Við bjóðum Þórarin Snorra velkominn til starfa og hlökkum til samstarfsins!