Námskeið um Notendaráð fyrir fatlað fólk

Fjölmennt ætlar að halda námskeið um Notendaráð fyrir fatlað fólk. 

Í öllum sveitarfélögum eiga að vera notendaráð þar sem fatlað fólk hittist og talar saman um hvað skiptir máli.
Fulltrúar í notendaráði tala fyrir fatlað fólk á svæðinu þar sem notendaráðið er.

Í lögum um þjónustu sem sveitarfélögin eiga að veita fötluðu fólki segir að það eigi að vinna með fötluðu fólki við að skipuleggja þá aðstoð sem hver og einn þarf. Það á að spyrja fatlað fólk um hvernig þjónustu það vill fá.

Á þessu námskeiði er fræðsla fyrir þá sem vilja vera í notendaráði. Efni námskeiðsins er mjög fjölbreytt. Farið er yfir hvernig notendaráð starfa og ýmsa að þætti til að gera þátttakendur sterkari til að segja skoðun sína.

Hér eru upplýsingar um námskeiðið.

Þetta námskeið kostar ekki neitt og hefur ekki áhrif á val á öðrum námskeiðum.

Það þýðir að ef þú tekur þátt í þessu námskeiði þarftu ekki að sleppa öðru námskeiði hjá Fjölmennt.