Námskeið: Réttindi í þjónustu við fatlað fólk

Opni háskólinn í Háskólanum í Reykjavík stendur fyrir námskeiði um Réttindi í þjónustu við fatlað fólk. Námskeiðið er fyrir starfsfólk í félagsþjónustu og þá sem sinna þjónustu við einstaklinga með fötlun.  

Þegar kemur að þjónustu við fatlað fólk er þarft að hafa í huga réttindi og skyldur þeirra til að tryggja lífsgæði þess. Áskoranir við að veita þjónustu eru margar og liggja þræðir víða sem þarf að hafa í huga við málsmeðferðir og vinnu við að tryggja þeim bestu þjónustu sem eftir henni sækist.  

Markmið þessa námskeiðs er að kortleggja þessa þræði. Gefa þátttakendum hagnýta þekkingu til að notast við í störfum sínum og móta í sameiningu verkfæri út frá lögum og reglum um þjónustu við fatlað fólk til að tryggja fagmennsku í störfum fyrir og með fötluðu fólki. Farið er yfir:

  • stjórnsýslulög
  • lög um málefni fatlaðs fólks og tenginu við önnur lög
  • Inntak samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og þá mikilvægi hans í túlkun réttar við veitingu þjónustu   
  • stuðning við ákvörðunartöku þeirra sem notast við óhefðbundnar tjáskiptaleiðir út frá aðferðarfræði Joanne Watson

Watson er prófessor við Deakin-háskóla. Hún mun kenna áfanga í samstarfi við Jón Þorsteinn yfirmann réttindagæslumanna og verður aðferðafræðin tengd við lög, réttindagæslu og hlutverk talsmanna fatlaðs fólks.

Í lok námskeiðsins ættu þátttakendur að:

  • ​Hafa aukið færni sína í hvernig styðja á við og leiðbeina fötluðu fólki,
  • hafa öðlast hæfni til að taka betri ákvarðanir um þjónustu til fatlaðs fólks,
  • hafa öðlast hæfni og þekkingu á leiðum til að vinna með leiðir til að fanga og skilja vilja,
  • hafa lært að beita verkfærum stjórnsýslunnar og tengja það við aukna réttarvernd borgarans,
  • hafa lært og aukið þekkingu sína á samningi Sameinuðu Þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og virkni hans í íslensku réttarkerfi,
  • hafa þróað með sér vinnulag og verklag sem eykur þekkingu á leiðbeiningaskyldu og hvernig best er að beita viðeigandi aðlögun í samskiptum við fatlað fólk.

Nánari upplýsingar má nálgast hér.