Múrbrjótur

Alþjóðadagur fatlaðs fólks er haldinn um heim allan 3. desember. Fyrsti alþjóðlegi dagur fatlaðs fólks var haldinn af Sameinuðu þjóðunum árið 1992.

 Landssamtökin Þroskahjálp hafa óslitið frá árinu 1993 haldið upp á þennan dag með því að veita viðurkenninguna Múrbrjótinn aðilum eða verkefnum sem að mati samtakanna brjóta niður múra í réttindamálum og viðhorfum til fatlaðs fólks og stuðla þannig að því að fatlað fólk verði fullgildir þátttakendur í samfélaginu og hafi tækifæri til að lifa eðlilegu lífi til jafns við aðra.

 Múrbrjótur Þroskahjálpar á árinu 2017 verður afhentur af Jóhönnu Sigurðardóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, föstudaginn 1. desember  kl. 15:30 á Grand hótel í Reykjavík.