Metoo sögur fatlaðra kvenna

Tabú - femínísk fötlunarhreyfing hefur opnað Facebook hóp fyrir fatlaðar konur og kynsegin fólk til þess að segja frá sínum #metoo sögum um ofbeldi og áreiti. Það er líka hægt að senda sögur í tölvupósti og biðja um að þær verði nafn-lausar. Þá veit enginn hver á söguna.

Fatlað fólk, og sérstaklega konur með þroskahömlun, er miklu líklegra til þess að verða fyrir hvers kyns ofbeldi. Þess vegna er þetta framtak mjög mikilvægt.

Smelltu hér til að lesa um #Metoo á auðlesnu máli.