Með okkar augum - 9. þáttaröðin

 Fyrsti þáttur í nýrri þáttaröð verður sýndur á RÚV 14.ágúst kl.20. Þetta er 9. þáttaröðin af þessum vinsælu þáttum sem hafa hlotið margvíslegar viðurkenningar.

Í ár bætast tveir nýjir dagskrárgerðarmenn í hóp þeirra Andra Freys, Steinunnar Ásu, Katrínar Guðrúnar og Ásgeirs, þau Magnús Orri Arnarson og Elva Björg Gunnarsdóttir. 

Efnistök eru fjölbreytt að vanda, við fjöllum um listsköpun fatlaðra, fylgjumst með fötluðum íþróttamönnum sem margir eru á leið á Parolympics næsta vetur. Við eigum skemmtileg viðtöl við þjóðþekkt fólk, hittum m.a. Sigríði Björk Guðjónsdóttur lögreglustjóra, Magna Ásgeirsson tónlistarmann, Ölmu Möller landlækni, Sóla Hólm skemmtikraft ofl. Þá er Smakkið á sínum stað en í ár fær Katrín Guðrún hana Siggu Kling til að smakka með sér, Andri Freyr heldur spurningakeppni sinni Spurt og svarað með Andra Frey áfram sem hann stýrir með miklum myndugskap og Steinunn Ása fær Albert Eiríksson matreiðslumann og Bergþór Pálsson til að elda mér sér holla og einfalda rétti.