List án landamæra 2021 óskar eftir tilnefningum

Listamaður hátíðarinnar 2020 var Helga Matthildur Viðarsdóttir.
Listamaður hátíðarinnar 2020 var Helga Matthildur Viðarsdóttir.

List án landamæra velur listamann ársins á hverju ári. Listamaðurinn og verk eftir hann fá sértakan heiðursess á hátíðinni það árið og verða verkin einnig notuð í kynningarefni um hátíðina. 

Tilnefna má listafólk úr öllum listgreinum, hvort heldur sem er myndlist, tónlist, ritlist, leiklist, dans, hönnun o.s.frv.

Hátíðin tekur við tilnefningum og ábendingum í tölvupósti á info@listin.is. Senda þarf inn í síðasta lagi þriðjudag 31. ágúst 2021.

Nánari upplýsingar má nálgast á vef Listar án landamæra.