Landsáætlun um innleiðingu á samningi SÞ um réttindi fatlaðs fólks

Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi sínum í morgun tillögu Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra og Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra að unnið verði að gerð landsáætlunar um innleiðingu á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Þetta er liður í lögfestingu samningsins sem kveðið er á um í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar.

Hægt er að lesa fréttatilkynningu ríkisstjórnarinnar hér.

Það er gleðiefni að lögfestingin sé loksins í augnsýn en Landssamtökin Þroskahjálp hafa fundað reglulega með ráðherrum ríkisstjórnarinnar um stöðuna og fagnar þessu mikilvæga skrefi!