Landsáætlun nú komin í samráðsgátt

Stjórnarráð Íslands
Stjórnarráð Íslands

Drög að landsáætlun í málefnum fatlaðs fólks hefur nú verið birt í samráðsgátt stjórnvalda.
Áætlunin felur í sér 57 aðgerðir til að koma í framkvæmd ákvæðum samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Landsáætlunin er liður í innleiðingu og lögfestingu samningsins hér á landi.

 

Landssamtökin Þroskahjálp tóku virkan þátt í landsáætlunarvinnunni, og áttu fulltrúa í öllum vinnuhópum undirbúningsvinnunnar. Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið stýrði vinnunni.

 

Við hvetjum öll til að kynna sér efni áætlunarinnar, og hægt er að skila inn umsögn og athugasemdum við hana í samráðsgátt stjórnvalda hér, fram til 23. nóvember.