Íslykill hættir um áramót, lendir þú í vandræðum?

Merki Íslykilsins
Merki Íslykilsins

Með Íslykli hefur fatlað fólk sem ekki fær rafræn skilríki getað notað hluta rafrænnar þjónustu, þó Íslykillinn veiti ekki aðgang að allri opinberri þjónustu á netinu.

Til stendur að hætta notkun Íslykilsins um áramót, en samtökin hafa barist fyrir því að ákvörðuninni verði seinkað vegna þeirra hindrana sem fatlað fólk stendur frammi fyrir í stafrænum heimi.


Margt fólk hefur sett sig í samband við Þroskahjálp vegna áhyggja af Íslyklinum og erum við í sambandi við Stafrænt Ísland, Samband íslenskra sveitarfélaga og hlutaðeigandi ráðuneyti vegna þessa máls.

Við hvetjum fólk sem mun lenda í vandræðum vegna brotthvarfs Íslykilsins að senda póst á Ísland.is og Þroskahjálp og lýsa hver áhrifin verða.

Smelltu hér til að senda tölvupóst
á island@island.is og throskahjalp@throskahjalp.is


Þá vilja Landssamtökin Þroskahjálp segja frá því að vinna stendur yfir við að bæta aðgengi að rafrænum skilríkjum, útvíkka umboðsmannakerfi, og við fleiri úrbætur í stafrænum heimi.

Þar eiga sæti fulltrúar ráðuneyta, Embætti Landlæknis, Samtök fjármálafyrirtækja, Stafrænt Ísland, Auðkenni, ÖBÍ og Þroskahjálp.

Þroskahjálp hefur árum saman kallað eftir að slík nefnd, þvert á ráðuneyti taki til starfa, og leggur kapp á að vinnan verði til þess að auka aðgengi og réttindi fatlaðs fólks í stafrænum heimi.