Á myndinni eru til vinstri: Anna Lára Steindal, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar,
fyrir miðju: Hekla Björk Hólmarsdóttir,
og til hægri: Guðmundur Ármann Pétursson, formaður Þroskahjálpar
Hekla Björk Hólmarsdóttir kom í kaffi á skrifstofu Þroskahjálpar í dag.
Hekla hlaut Múrbrjótinn, árlega viðurkenningu Þroskahjálpar fyrir mikilvægan árangur í réttindabaráttu fatlaðs fólks, þann 3. desember 2025. Þar sem hún var erlendis á þeim tíma gafst ekki tækifæri til að hittast þá, en í dag fengum við loksins að fagna með henni.
Hekla hlaut Múrbrjótinn fyrir brautryðjendastarf innan háskólasamfélagsins. Hekla útskrifaðist úr starfstengdu diplómanámi fyrir fólk með Þroskahömlun og starfar nú sem aðjúnkt á Menntavísindasviði HÍ.