Hækkun styrkja til kaupa á hjálpartækjum

Merki Sjúkratrygginga Íslands
Merki Sjúkratrygginga Íslands

 

Smelltu fyrir auðlesinn texta

  • Heilbrigðisráðherra setti nýja reglugerð um hjálpartæki.
  • Reglugerð er viðbót við lög og segir hvernig eigi að vinna eftir lögunum sem Alþingi ákveður.
  • Núna þannig að það verður hægt að fá hærri styrki til að kaupa hjálpartæki.
  • Þetta á við um hjálpartæki sem auðvelda fötluðu fólki að sinna daglegum athöfnum.
  • Núna verður líka hægt að fá hjálpartæki fyrir börn sem eiga tvö heimili, til dæmis þegar foreldar þeirra búa ekki saman.

 

Styrkir vegna kaupa á hjálpartækjum hækka 1. júlí þegar ný reglugerð heilbrigðisráðherra tekur gildi. Styrkirnir verða færðir upp til verðlags en það hefur ekki verið gert frá árinu 2008.

Um er að ræða hjálpartæki sem auðvelda fólki að takast á við athafnir daglegs lífs.

Hjálpartæki fyrir börn sem eiga tvö heimili

Önnur breyting sem reglugerðin hefur í för með sér er að nú verður hægt að veita styrki vegna kaupa á hjálpartækjum fyrir börn sem búa á tveimur heimilum. Þetta er mikilvægt réttlætismál sem Þroskahjálp hefur barist fyrir. Styrkirnir verða fyrir kaupum á sjúkrarúmum, dýnum, stuðningsbúnaði og hjálpartækjum tengdum salernisferðum.

Hér má lesa frétt á stjórnarráðinu.