Fyrsti fundur ungmennaráðs Þroskahjálpar

HVAÐ ER UNGMENNARÁÐ? Ungmennaráð er fyrir ungt fólk með þroskahömlun sem vill tala um mikilvæga hluti eins og nám, félagslíf, tómstundir, íþróttir og frítíma, atvinnu, húsnæði og eigin heimili, stofnun fjölskyldu. Ungmennaráð er mikilvægt fyrir Þroskahjálp til að heyra skoðanir og reynslu ungs fatlaðs fólks!

HVAÐ VERÐUR GERT? Við ræðum saman um reynslu og skoðanir ungs fólks. Við ætlum ekki bara að vera í baráttu heldur á líka að hafa gaman!

HVAR ER FUNDURINN? Háaleitisbraut 13, 4. hæð
HVENÆR? Fimmtudaginn 23. janúar kl. 17.00-19.00
FYRIR HVERJA? Alla á aldrinum 16 til 24 ára

Hefur þú áhuga? Þú getur haft samband við Önnu Láru Steindal í síma 896 7870 eða á netfangið anna.lara.steindal@gmail.com fyrir kl. 16 á miðvikudaginn.