Fundur foreldra fatlaðra barna sem ekki fengu inngöngu í sérdeildir og skóla

Á miðvikudaginn 28. apríl standa Þroskarhjálp og Einhverfusamtökin fyrir fundi fyrir foreldra fatlaðra barna sem fengu ekki pláss í sérskólum eða sérdeildum í haust. Vitað er að margir eru í slæmri stöðu, vegna skorts á aðgengi og stuðningi.

Fundurinn verður haldinn 28. apríl kl. 18.00 á Háaleitisbraut 13, 4. hæð og á Teams. Nauðsynlegt er að skrá sig á fundinn á bryndis@throskahjalp.is.