Færeysk samtök heimsækja Þroskahjálp

Á myndinni eru Bárður og Tóra frá færeysku samtökunum MEGD, ásamt Unni Helgu, Önnu Láru og Ingu Björ…
Á myndinni eru Bárður og Tóra frá færeysku samtökunum MEGD, ásamt Unni Helgu, Önnu Láru og Ingu Björk frá Þroskahjálp.

MEGD, færeysk regnhlífasamtök fatlaðs fólks heimsóttu skrifstofu Þroskahjálpar í gær.

Samtökin tvö ræddu saman um stöðu fatlaðs fólks á Íslandi og í Færeyjum, skiptust á góðum ráðum og ræddu um hvernig megi innleiða samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks í baráttuna, alþjóðlega samvinnu, vitundarvakningu um réttindi fatlaðs fólks og margt fleira.

Þroskahjálp þakkar Tóru við Keldu, formanni og Bárði Atlasyni Ísheim, framkvæmdastjóra MEGD, kærlega fyrir komuna. Samtökin tvö munu halda áfram samtalinu!