Ert þú á biðlista eftir húsnæði í Reykjavík?

Þroskahjálp hefur óskað eftir því við Reykjavíkurborg að fá afhentar upplýsingar um þá einstaklinga sem voru á biðlista eftir húsnæði fyrir fatlað fólk þann 1. apríl 2023.

16. júní 2021 féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem einstaklingur sem hafði verið á biðlista eftir húsnæði lengi og ekki getað nálgast upplýsingar um stöðu sína á biðlistanum ætti rétt á skaðabótum vegna biðarinnar.

Lesa meira

Þroskahjálp telur að það séu fleiri einstaklingar í sambærilegri stöðu. Tilgangur þess að óska eftir þessum upplýsingum frá Reykjavíkurborg er að samtökin geti sett sig í samband við einstaklinga sem eru á biðlista og skoðað með þeim mögulega réttarstöðu þeirra.

Til að gæta að persónuverndarlögum hefur Reykjavíkurborg nú sent bréf á alla einstaklinga sem voru á biðlista þann 1. apríl 2023 og beðið um skriflegt leyfi til að afhenda Þroskahjálp þessar upplýsingar.

Við viljum hvetja einstaklinga sem hafa fengið bréf frá Reykjavíkurborg til þess að skila inn samþykki eða að hafa beint samband við samtökin á netfangið throskahjalp@throskahjalp.is.