Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um tillögu til þingsályktunar um stofnun ráðgjafarstofu innflytjenda, 19. mál.

Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um tillögu til þingsályktunar um stofnun ráðgjafarstofu innflytjenda, 19. mál.

 

Landssamtökin Þroskahjálp vinna að mannéttindamálum fatlaðs fólks, með sérstaka áherslu á fötluð börn og fólk með þroskahömlun. Aðildarfélög að samtökunum eru rúmlega 20 með um 6000 félögum.

Samtökin vilja koma eftirfarandi á framfæri varðandi þingsályktunartillöguna.

Miklar og margvíslegar vísbendingar eru um að mikil hætta sé á að fatlað fólk með innflytjenda-bakgrunn (innflytjendur, hælisleitendur, flóttafólk) fari á mis við þjónustu sem það þarf mjög á að halda og á rétt á samkvæmt lögum og reglum, vegna skorts á viðeigandi leiðbeiningum, upplýsingum og stuðningi. Landssamtökin Þroskahjálp hafa á undanförnum mánuðum unnið að því, í samstarfi við ýmsar stofnanir ríkis og sveitarfélaga og ýmis félög, að greina stöðu fatlaðra barna með innflytjenda-bakgrunn og það sem fyrir liggur nú í því verkefni styður mjög að svo sé.

Þroskahjálp tók þátt í málstofu um stöðu fatlaðra barna á fjölmenningarþingi í Reykjavík 17. nóvember sl. Þar kom þetta einnig skýrt fram.

Frétt RUV má sjá hér

 

Með vísan til þess sem að framan er rakið hvetja Landssamtökin Þroskahjálp Alþingi eindregið til að samþykkja þingsályktunartillöguna.

Þingsályktunartillögu má lesa hér