Við bönkum ekki í ár!

Almanak Þroskahjálpar fyrir árið 2021 er komið út! Vegna COVID-19 munu sölumenn ekki ganga í hús til að selja almanakið í ár. Því biðjum við stuðningsfólk mannréttinda fatlaðs fólks og velunnara Þroskahjálpar að kaupa eintak í vefverslun okkar, í völdum verslunum eða með því að greiða greiðsluseðil sem birtist í ákveðnum póstnúmerum.

Þegar þú kaupir almanakið hjálpar þú okkur að standa vörð um réttindi og tækifæri fatlaðs fólks til virkrar þátttöku í samfélaginu en almanakið er líka happdrættismiði! Á því er númer sem tryggir þér miða í listaverkapotti Þroskahjálpar, en þangað hafa fjölmarga listamenn gefið bæði listaverk og eftirprent af verkum sínum. 

Skoðaðu vefverslun okkar með því að smella hér! 

 

Í ár prýða hin skemmtilegu útsaumsverk Loja Höskuldssonar almanakið. 

Um Loja Höskuldsson (1987)

Frá útskrift úr Listaháskóla Íslands hefur Loji leitast við, í myndlist sinni, að kanna hefðbundnar og nýjar leiðir í útsaumi, tækni sem hann hefur þróað útfrá mömmu sinni en hún er atvinnusaumakona og útsaumssnillingur. Í útsaumi hans er viðfangsefnið fengið úr hversdagsleikanum; sokkar sem þorna á þvottasnúrum, handklæðaofn í bændagistingu, plastpokar í illa hirtum runnum við þunga umferðagötu, plöntur, ávextir og hlutir sem finnast á heimilum.

Loji hefur verið að sýna víðsvegar bæði á Íslandi og erlendis samsýningar og einkasýningar. Framundan er sýning í Safnasafninu á Svalbarðsströnd sumarið 2021.

Frekari upplýsingar um verk hans veitir Hverfisgallerí.