- Heim
- Samtökin
- Réttindi
- Þjónusta
- Auðlesið efni
- Vefverslun
- Styrkja Þroskahjálp
Listaverka almanak Landssamtakanna Þroskahjálpar 2021 er komið út og prýða verk listamannsins Loja Höskuldssonar almanakið í ár.
Dregið hefur verið í happdrættinu. Sjáðu vinningstölurnar hér!
ATHUGIÐ: Dregið hefur verið í happdrættinu og því er aðeins hægt að kaupa ónúmeruð almanök fyrir árið 2021. Það þýðir að ekkert happdrættisnúmer er á forsíðunni og því engir vinningar.
Landssamtökin Þroskahjálp reiða sig nær alfarið á frjáls framlög og er almanakssala samtakanna stór þáttur í þeirri söfnun. Þegar þú kaupir almanak okkar hjálpar þú okkur að standa vörð um réttindi fatlaðs fólks.
Sendingakostnaður er innifalinn í verðinu.
Þú getur einnig sent tölvupóst á sala@throskahjalp.is eða hringt í síma 588 9390.
Frá útskrift úr Listaháskóla Íslands hefur Loji leitast við, í myndlist sinni, að kanna hefðbundnar og nýjar leiðir í útsaumi, tækni sem hann hefur þróað útfrá mömmu sinni en hún er atvinnusaumakona og útsaumssnillingur. Í útsaumi hans er viðfangsefnið fengið úr hversdagsleikanum; sokkar sem þorna á þvottasnúrum, handklæðaofn í bændagistingu, plastpokar í illa hirtum runnum við þunga umferðagötu, plöntur, ávextir og hlutir sem finnast á heimilum.
Loji hefur verið að sýna víðsvegar bæði á Íslandi og erlendis samsýningar og einkasýningar. Framundan er sýning í Safnasafninu á Svalbarðsströnd sumarið 2021.
Frekari upplýsingar um verk hans veitir Hverfisgallerí.