Tækifæriskort komin í sölu!

Dýrðin eftir Sigrúnu Eldjárn.
Dýrðin eftir Sigrúnu Eldjárn.
Fyrir jólin hófum við sölu á jólakortum með myndum Sigrúnar Eldjárn sem seldust upp og þökkum við kærlega fyrir góðar viðtökur!
 
Nú höfum við sett í sölu tækifæriskort í vefverslun okkar með yndislegum myndum Sigrúnar sem henta fyrir ýmis tækifæri.
Við þökkum Sigrúnu fyrir stuðninginn en allur ágóði af sölu kortana rennur óskertur til baráttu okkar fyrir réttindum og hagsmunum fatlaðs fólks!
 
Þá minnum við á að almanakssalan er í fullum gangi og dregið verður úr listaverkapottinum þann 15. janúar. Nældu þér í eintak af listaverka almanaki Þroskahjálpar með myndum af verkum Loja Höskulds hér.