Sala almanaks framlengd!

Síða júlímánaðar úr almanakinu 2021
Síða júlímánaðar úr almanakinu 2021

Sala almanaks Þroskahjálpar 2021 hefur verið framlengd til 29. janúar, en þá verður dregið úr listaverka happdrættinu og er fjöldi frábærra verka og eftirprentana í pottinum.

Í ár prýða verk listamannsins Loja Höskuldssonar almanakið og eru bæði verk og eftirprentanir af verkum hans í pottinum.

Landssamtökin Þroskahjálp reiða sig nær alfarið á frjáls framlög og er almanakssala samtakanna stór þáttur í þeirri söfnun. Þegar þú kaupir almanak okkar hjálpar þú okkur að standa vörð um réttindi fatlaðs fólks en almanakið er líka happdrættismiði og er númer á hverju eintaki.

Kíktu í netverslunina!