Nýtt bókunarkerfi tekið í gagnið

Þroskahjálp hefur tekið í notkun nýtt og einfalt bókunarkerfi fyrir Daðahús og Melgerði.
 
Daðahús er aðgengilegt heilsárshúsi á Flúðum, með góðum aðbúnaði, heitum potti, hleðslustöð fyrir rafbíla og gistingu fyrir fjölskyldur eða hópa. Húsið hefur nýst t.d. fjölskyldum fatlaðs fólks, vinahópum og íbúum í búsetuþjónustu sem vilja gera sér dagamun.
 
Melgerði er einbýlishús í Kópavogi sem lánað er án endurgjalds til fatlaðra barna og foreldra þeirra sem búa á landsbyggðinni en þurfa að ferðast til höfuðborgarinnar, t.d. vegna heimsóknar á Greiningarstöð, þjálfunar, læknisheimsókna eða annarrar meðferðar.