Gistiheimilið Melgerði 7, Kópavogi

Þroskahjálp hefur allt frá stofnun samtakanna rekið Gistiheimili að Melgerði 7 í Kópavogi. Þar geta fötluð börn af landsbyggðinni dvalið með foreldrum sínum án endurgjalds, þegar barnið þarf að vera í höfuðborginni, t.d. vegna heimsóknar á Greiningarstöð, þjálfunar, læknisheimsókna eða annarrar meðferðar.

Í Melgerðinu fær hver fjölskylda sér herbergi en deilir eldhúsi baðherbergi og stofu með öðrum. Alls geta þrjár fjölskyldur dvalið í Melgerðinu í einu. Í húsinu að Melgerði er allur búnaður, sængur og sængurfatnaður til staðar.

Þeir sem hafa áhuga á að panta aðstöðu í Melgerði eða óska eftir nánari upplýsingum er bent á að snúa sér til Helgu Hjörleifsdóttur


Ná má í Helgu Hjörleifsdóttur í síma 868-7024