Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna 70 ára

Mannréttindayfirlýsingin var samþykkt á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna  10. desember 1948.
Mannréttindayfirlýsingin hefur verið og er enn mjög mikilvægt tæki í baráttunni fyrir mannréttindum en hún er undirstaða helstu alþjóðasamninga um mannréttindi, þ.m.t. samnings SÞ um réttindi fatlaðs fólks.

Mannréttindayfirlýsingin tilheyrir okkur öllum og það er mikilvægt að standa vörð um þann áfanga sem náðst hefur og styrkja og halda áfram að stuðla enn frekar að virðingu fyrir mannréttindum. 

Hægt er að lesa Mannréttindayfirlýsinguna á auðskildu máli hér