Almanak ársins 2020 komið!

Almanak Þroskahjálpar fyrir árið 2020 er komið út og í þetta sinn prýða verk listamannsins Tolla almanakið. Landssamtökin Þroskahjálp reiða sig nær alfarið á frjáls framlög almennings og spilar almanakssalan þar stórt hlutverk. Við biðjum því vini Þroskahjálpar að taka vel á móti sölufólki okkar, en á næstu vikum munu fulltrúar frá okkur ganga í hús og selja almanakið. Einnig er hægt að panta eintak í tölvupósti.

Þegar þú kaupir almanak okkar hjálpar þú okkur að standa vörð um réttindi fatlaðs fólks en almanakið er líka happdrættismiði! Á því er númer sem tryggir þér miða í listaverkapott Þroskahjálpar, en þangað hafa ótal listamenn gefið bæði listaverk og eftirprent af verkum sínum.

 Smelltu hér til þess að panta eintak í gegnum tölvupóst og greiða með millifærslu!

 Smelltu hér til þess að panta eintak og greiða með kreditkorti!