Breytingar á heimilisuppbót TR

Merki Tryggingastofnunar
Merki Tryggingastofnunar

 

Smelltu hér til að sjá auðlesinn texta

  • Nú var verið að breyta reglunum um heimilisuppbót.
  • Ef það býr manneskja á aldrinum 18 til 25 ára sem er í námi á heimilinu er hægt að fá heimilisuppbót.
  • Áður var það upp í 20 ára aldur.
  • Tryggingastofnun mun senda bréf á þá sem gætu átt núna átt rétt á heimilisuppbót.
  • Ef þú heldur að þetta eigi við um þig skaltu hafa samband við Tryggingastofnun. 

Félagsmálaráðuneytið hefur gefið út breytingu á reglugerð nr. 120/2018 um heimilisuppbót.  Breytingin tók gildi 12. júní 2021.

Nú verður miðað við 18 til 25 ára aldur (í stað 18-20 ára) þegar metið er hvort lífeyrisþegi hafi fjárhagslegt hagræði vegna annarra heimilismanna við ákvörðun heimilisuppbótar, að ákveðnum öðrum formskilyrðum uppfylltum.

Lífeyrisþegar hafa notið heimilisuppbótar ef einstaklingur á aldrinum 18 til 20 ára sem er í námi býr á heimilinu.  Breytingin er að hækkað hefur verið upp í 25 ára aldur, að því skilyrði uppfylltu að heimilismaðurinn sé í námi. 

TR mun á næstunni fara yfir hvaða viðskiptavinir falla undir þessa breytingu. Þeim verður sent bréf og kynntur mögulegur réttur á heimilisuppbót vegna þessarar breytingar.

Ef þú telur þig falla undir þessi skilyrði, þá hvetur TR fólk að sækja um heimilisuppbót að nýju eða hafa samband við TR og kanna málið.