Auðlesið.is opnar!

Ýttu hér til að sjá auðlesna frétt

  • Þroskahjálp var að opna nýja síðu sem heitir Auðlesið.is
  • Á auðlesið.is er hægt að fá fræðslu á auðlesnu máli. Það þýðir að það er auðveldara að lesa textann.
  • Fræðslan á auðlesið.is er allskonar. Á síðunni er til dæmis:
    • Upplýsingar um hvernig eigi að kjósa.
    • Upplýsingar um hvað ofbeldi er.
    • Upplýsingar um kórónaveiruna.
    • Og upplýsingar um margt fleira. Það mun koma meira efni inn.
  • Á auðlesið.is er orðabanki. Þá getur þú skrifað orð sem þú vilt að sé útskýrt betur.
  • Ef orðið sem þú ert að leita að er ekki í orðabankanum mun standa „Orðið er ekki til í orðabankanum. Ég vil fá skýringu á þessu orði“.
  • Ef þú ýtir á „Ég vil fá skýringu“ fáum við skilaboð frá vefsíðunni og bætum orðinu við.
  • Þegar þú flettir upp orði sem ekki er komið í bankann, geturðu smellt á „Ég vil skýringu á þessu orði“.
  • Auðlesið mál er mikilvægt svo fatlað fólk geti sjálft lesið upplýsingar um mál sem því finnst mikilvægt.
  • Auðlesið mál er mikilvægt svo fatlað fólk sé sjálfstætt og geti gert sem mest sjálft.
  • Við hjá Þroskahjálp vonum að þetta verði gagnlegt fyrir þig.

 

Nýr vefur Landssamtakanna Þroskahjálpar, Auðlesið.is, hefur opnað!

Á Auðlesið.is er hægt að nálgast fjölbreytta fræðslu á auðlesnu máli, en einnig nýjungu hér á landi sem er orðabanki. Í orðabankanum er hægt að fletta upp orðum og fá auðlesna útskýringu. Til stendur að orðabankinn verði í stöðugum vexti og geta gestir Auðlesið.is lagt til orð sem þeir vilja fá útskýringu á.

Á vefnum er einnig kennsluefni um auðlesið mál og hægt að skilja eftir verkbeiðni fyrir miðstöðina.

Aðgengi að auðlesnu máli er afar mikilvægt fyrir fatlað fólk, og er sterkt kveðið á um skyldur stjórnvalda í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks til þess að tryggja að fólk fái upplýsingar á máli sem það skilur. Aðgengi að auðlesnum texta eykur sjálfstæði fólks og þátttöku í samfélaginu. 

Verkefnið er styrkt af framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks