Auðlesið: breyttar reglur vegna COVID

Manneskja þvær sér um hendurnar
Manneskja þvær sér um hendurnar

Hér má lesa um hvaða breytingar eru á COVID-19 reglum í samfélaginu 13. janúar 2021.

Þú getur líka skoðað COVID síðuna með því að smella hér.

Ef þú ert stressaður eða kvíðinn vegna COVID-19 getur þú talað við einhvern sem þú treystir eða hringt í hjálparsíma Rauða Krossins í símanúmerinu 1717.

 

Reglur sem tóku gildi 13. janúar 2021 (sjá minniblað stjórnvalda)

  • Fólk hefur verið mjög duglegt að passa sig og þess vegna eru færri COVID smit en undanfarið.

  • Þess vegna verður slakað á reglunum í samfélaginu en við verðum áfram að vera dugleg að þvo okkur, halda fjarlægð og hitta fáa.

  • 20 manns mega vera á sama stað. Börn sem eru fædd 2005 eða seinna eru ekki talin inn í þá tölu.

  • Það verður áfram 2 metra regla á milli fólks. Reglan gildir ekki um börn sem eru fædd 2005 og seinna.

  • Íþróttir og heilsa:

    • Það má fara í sund en það mega ekki vera jafn margir og vanalega. Börn fædd árið 2005 og seinna eru ekki talin með.
    • Líkamsræktarstöðvar (ræktin) má opna afur en það mega ekki vera jafn margir og vanalega. Það má bara vera með hópatíma svo það sé hægt að passa að það séu ekki of margir og of nálægt hver öðrum.
    • Fólk verður að skipta um föt og fara í sturtu heima hjá sér en ekki í ræktinni.
    • Íþróttaæfingar eru aftur leyfðar. 
    • Það má fara á skíði aftur.
  • Listir og kórar

    • Það má hafa æfingar og vera með sýningar, eins og leikrit og tónleika, en það verður að nota grímur en það mega ekki vera eins margir og vanalega.
  • Trúfélög og lífsskoðunar-félög

    • Það má vera með 20 manns í messum og athöfnum.
    • Það má vera 50 manns í jarðarförum / útförum. Það verða að vera 2 metrar á milli fólks eða með grímur.
  • Það verður ennþá lokað á skemmtistöðum, börum og í spilakössum og spilasölum.

  • Veitingastaðir mega vera með opið til 10 á kvöldin og taka á móti 20 gestum. Það má selja mat út af veitingastaðnum til klukkan 11 (take-away matur).