Almanakssalan hafin!

Söluhópurinn gerir sig kláran!
Söluhópurinn gerir sig kláran!
Listaverkaalmanak Þroskahjálpar fyrir árið 2026 er komið úr prenti og sala þess hefst nú um helgina þegar hraustur flokkur sölufólks okkar fer vítt og breytt um landið og býður almanakið til sölu.
 
Almanakssalan er ein mikilvægasta fjáröflun Þroskahjálpar á ári hverju og við biðjum ykkur að taka vel á móti sölumönnum okkar 💚
 
Sala í vefverslun og völdum bókaverslunum hefst svo á næstu dögum.
 
Almanakið 2026 prýða listaverk eftir listafólk sem starfar á vettvangi Listvinnzlunnar - og forsíðuverkið sem hér sést er eftir Elínu Sigríði Maríu Ólafsdóttur, en auk hennar eiga verk í almanakinu listafólkið Helga Matthildur Viðarsdóttir, Gígja Garðarsdóttir, Sigrún Huld Hranfsdóttir, Þórir Gunnarsson Listapúki, Kolbeinn Jón Magnússon og Atli Már Indriðason.