Afhending Múrbrjótsins 2023 í Þjóðleikhúsinu 3. desember

Verið öll hjartanlega velkomin á Múrbrjótinn, árlega viðurkenningu Þroskahjálpar í tengslum við alþjóðadag fatlaðs fólks.

Múrbrjóturinn 2023
verður afhentur í Þjóðleikhúsinu
sunnudaginn 3. desember
kl. 14 til 16

Afhendingin fer fram við hátíðlega athöfn í leikhúsveislu Listar án landamæra. Þar munu Fjölleikahúsið og Tjarnarleikhópurinn stíga á stokk.

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson mun opna leikhúsveisluna og Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra afhendir Múrbrjótinn.

Ókeypis er á viðburðinn og miða má nálgast á vefsíðu Tix.is.

Smelltu hér til að fá miða á vefsíðu Tix.is