Katarzyna Kubiś hlýtur Aðgengisverðlaun Reykjavíkurborgar 2025

Katarzyna Kubiś við afhendingu verðlaunanna í Höfða ásamt Heiðu Björg Hilmisdóttur borgarstjóra og S…
Katarzyna Kubiś við afhendingu verðlaunanna í Höfða ásamt Heiðu Björg Hilmisdóttur borgarstjóra og Sabine Leskob formanni Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar.

Katarzyna Kubiś, verkefnastjóri hjá Þroskahjálp hlýtur Aðgengisverðlaun Reykjavíkurborgar 2025.

Viðurkenninguna fær hún fyrir upplýsingartorgið á Island.is þar sem foreldrar fatlaðra barna geta nálgast allar nauðsynlegar upplýsingar á einum stað.

 Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri og Sabine Leskopf formaður Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar afhentu verðlaunin við athöfn í Höfða.

„Verðlaunin eru hugsuð til að gera aðgengismálum hærra undir höfði“ sagði Sabine Leskopf formaður Mannréttindaráðs af þessu tilefni. Að verðlaunin tengist líka málefnum innflytjanda er mjög jákvætt, bætti hún við, því þar séu oft tvöfaldar brýr sem þurfi að byggja.

Á Island.is er verkefnið bæði á íslensku og ensku. Í næsta áfanga verkefnisins verða upplýsingarnar aðgengilegar á fleiri tungumálum og efninu miðlað á fjölbreyttan hátt.
Verkefnið er unnið af Þroskahjálp í samvinnu við Mennta- og barnamálaráðuneytið sem veitti styrk til þess árið 2023.

Á Island.is er verkefnið bæði á íslensku og ensku. Í næsta áfanga verkefnisins verða upplýsingarnar aðgengilegar á fleiri tungumálum og efninu miðlað á fjölbreyttan hátt.
Verkefnið er unnið af Þroskahjálp í samvinnu við Mennta- og barnamálaráðuneytið sem veitti styrk til þess árið 2023.

Þroskahjálp óskar Kasiu innilega til hamingju með verðskuldaða viðurkenningu!

Upplýsingatorgið á Island.is