Umsagnir
07.03.2016
Velferðarnefnd Alþingis.
Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, nr. 40/1991, með síðari breytingum (skilyrði fjárhagsaðstoðar). (Þingskjal 732 458. mál).
Landssamtökin Þroskahjálp þakka fyrir að fá ofangreint lagafrumvarp sent til umsagnar og vilja koma eftirfarandi á framfæri við velferðarnefnd varðandi frumvarpið.
Lesa meira
Umsagnir
10.02.2016
Umsögnin var send til umhverfis- og auðlindaráðuneytis og afrit af henni var sent velferðarráðherra, innanríkisráðherra og velferðarnefnd til kynningar.
Drög að byggingarreglugerð sem umsögnin varðar megi nálgast hér á heimasíðu umhverfis- og auðlindaráðuneytis:
https://www.umhverfisraduneyti.is/frettir/tillogur-ad-breytingum-a-byggingarreglugerd-til-kynningar
Lesa meira
Umsagnir
29.01.2016
Skyldur stjórnvalda.[1]
Heimilið nýtur sérstakrar friðhelgi og verndar samkvæmt íslensku stjórnarskránni og mannréttindasamningum sem íslensk stjórnvöld hafa undirgengist. Sá sem ekki á heimili fer á mis við þau mannréttindi. Íslenska stjórnarskráin bannar að fólki sé mismunað á grundvelli fötlunar sem og margir alþjóðlegir mannréttindasamningar sem íslenska ríkið hefur undirgengist. Jafnræði og jöfn tækifæri fatlaðs fólks er grunnþáttur og meginmarkmið samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem íslensk stjórnvöld hafa skrifað undir og ætla að fullgilda og undirbúa nú það með því tryggja að lög, reglur og stjórnsýsluframkvæmd uppfylli kröfur og skilyrði samningsins.
Lesa meira