Yfirlýsingar og umræður

Örorkulífeyrisþegar lítillækkaðir

Vegna ummæla Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra um fjölgun öryrkja vilja Landssamtökin Þroskahjálp koma því á framfæri að allt fólk á rétt á lifa með reisn og njóta verndar velferðarkerfisins. Almannatryggingakerfið er dýrmætt öryggisnet sem grípur fólk, á öllum aldri, þegar það getur vegna heilsu og/eða fötlunar ekki unnið og séð fyrir sér. Að tala slíkt niður er afar alvarlegt og grefur undan velferðarsamfélaginu sem við höfum byggt upp saman síðustu áratugi.
Lesa meira

Ályktun stjórnar og fulltrúaráðs Mannréttindaskrifstofu Íslands 12. október 2020

Um allan heim hafa stjórnvöld gripið til aðgerða til að hindra útbreiðslu COVID-19 og hafa mannréttindi fólks verið skert til að ná því markmiði. Nærtæk dæmi eru skerðing á ferðafrelsi og frelsi til að koma saman en jafnframt hafa átt sér stað skerðingar á friðhelgi einkalífs og persónuupplýsingavernd, sem og skerðing efnahagslegra, félagslegra og menningarlegra réttinda.
Lesa meira

Ályktun stjórnar vegna fjárlagafrumvarpsins 2020

Stjórn Landssamtakanna Þroskahjálpar lýsir miklum vonbrigðum með fjárlagafrumvarp fyrir árið 2021 og fjármálaáætlun 2021–2025 sem ríkisstjórnin hefur lagt fram.
Lesa meira

Yfirlýsing vegna deilu sjúkraþjálfara og SÍ

Landssamtökin Þroskahjálp lýsa miklum áhyggjum vegna þeirrar stöðu sem komin er upp milli sjúkraþjálfara og Sjúkratrygginga Íslands.
Lesa meira

Svört skýrsla um framkomu við fatlað fólk á vinnumarkaði

Ný skýrsla ríkisstjórnarinnar um einelti og áreitni á íslenskum vinnumarkaði Valdbeiting á vinnustað – rannsókn á algengi og eðli hefur verið kynnt. Þar kemur m.a. fram að þátttakendur sem eru með fötlun og skerta starfsgetu eru mun líklegri til að hafa orðið fyrir einelti en ófatlaðir þátttakendur og án skerðinga, og mun líklegri til þess að hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni á vinnustað en aðrir þáttakendur.
Lesa meira

Skorað á Seltjarnarnesbæ að draga til baka hækkanir

Lesa meira

Bætt lífskjör fyrir 8.645 kr.? Orð og efndir í frumvarpi til fjárlaga vegna ársins 2020

Vegna frumvarps til fjárlaga fyrir árið 2020 vilja Landssamtökin Þroskahjálp ítreka fyrirspurn sína til forsætisráðherra og ríkisstjórnarinnar frá því í apríl á þessu ári um með hvernig eigi að bæta stöðu þess hóps sem býr við alverstu kjörin í íslensku samfélagi, þeirra sem engar tekjur hafa aðrar en bætur frá Tryggingastofnun ríkisins. Samtökunum hafa enn ekki borist svör og ekki er að sjá að nokkur bót verði á í frumvarpi til fjárlaga vegna ársins 2020.
Lesa meira

Varðar búsetuskilyrði í lögum um almannatryggingar.

Þroskahjálp vekur athygli á frétt á mbl.is, "Flutti of seint heim til Íslands "þar sem fjallað er um íslenskan fatlaðan mann sem hefur samkvæmt því sem þar kemur fram hvorki rétt til ör-orkulífeyris frá Tryggingastofnun né atvinnu með stuðningi því hann bjó með foreldrum sín-um í Svíþjóð í 15 ár á barnsaldri. Landsamtökin Þroskahjálp hefur ítrekað tekið þessi mál upp við stjórnvöld og sendi í júlí og september 2016 eftirfarandi erindi til félags- og húsnæðismálaráðherra og afrit til forstjóra Tryggingastofnunar og þáverandi formanns og annarra sem þá sátu í velferðarnefnd Alþingis. Málið hefur einnig verið tekið upp á fundum með Tryggingastofnun og velferðarnefnd Alþingis. Engin viðbrögð hafa komið frá þessum aðilum við þessum erindum samtakanna.
Lesa meira

Til umhugsunar - Að lokum þetta

Þjónustu við fólk með þroskahömlun hefur á undaförnum áratugum tekið miklum breytingum. Þær breytingar hafa haft það að markmiði að sjá til þess að þroskaheftir fái jafnan rétt við aðra þjóðfélagshópa í orði og á borði eins og segir stofnfundarályktun Landssamtakanna Þroskahjálpar frá árinu 1976. Vissulega hefur þessum markmiðum ekki verið náð nú 40 árum síðar. Samt sem áður eru þessi markmið fullkomlega raunhæf og sá vegvísir sem fara á eftir.
Lesa meira

Til umhugsunar - Atvinna

Atvinna er mikilvæg í lífi okkar allra. Vinnan er miðlæg á marga vegu. Hún er miðlæg í æviskeiði okkar og hún er einnig miðlæg á hverjum virkum degi, á milli svefns og tómstunda. Fyrir utan fjölskylduna, er fátt líklegra til að auka félagsauð hvers einstaklings en starfið hans. Vinnan er mikilvægur hluti af sjálfsmynd okkar sem og þeirri ímynd sem aðrir hafa af okkur. Við spyrjum börnin okkar hvað þau ætla að verða þegar þau verði stór og ætlumst til að þau svari með því að tilgreina eitthvert starf. Þá er ekki nefndur sá tilgangur starfsins að sjá okkur farborða og gera okkur kleift að fá margvísleg efnisleg gæði.
Lesa meira