Fréttir
22.07.2013
"Drullastu til að leggja góðu málefni lið", voru einkunnarorð þeirra sem lögðu leið sína að höfuðstöðvum Tjarnargötunnar fyrir síðustu helgi en þangað flykktust þjóðþekktir einstaklingar úr hinum ýmsu áttum, allt frá vinsælum tónlistarmönnum til þrautseigra alþingismanna. Öll áttu þau það sameiginlegt að vera þangað komin til þess eins að fá framan í sig drullu. Sjónvarpsfólkið úr þáttunum Með okkar augum drullaðist til að vera með og styðja Þroskahjálp
Lesa meira
Fréttir
15.07.2013
Vegna nýrrar herferðar sem myrarbolti.com er að fara af stað með ætlum við að lagfæra tæknimál okkar á Fésbókinni. Því biðlum við til ykkar að líka við okkur á nýrri síðu Landssamtakana Þroskahjálpar og hjálpa okkur að deila síðunni áfram. Nú treystum við á að ykkur líki við okkur. (Smelltu á tengilinn)
Lesa meira
Fréttir
06.08.2013
Skrifstofa samtakanna verður lokuð vegna sumarleyfa frá og með 15. júlí. Opnum aftur 6. ágúst.
Lesa meira
Fréttir
02.07.2013
Í kvöld kl. 20:10 verður fyrsti þátturinn í nýrri þáttaröð "Með okkar augum" sýndur á RUV. Þættirnir hafa hlotið verðskuldaða athygli og fengið fjölda viðurkenninga, m.a. verið tilnefndir til Edduverðlauna.
Lesa meira
Fréttir
02.07.2013
Minnum á fundinn um ferðaþjónustu fatlaðra í Reykjavík í dag kl. 16:00 að Háaleitisbraut 13, 4. hæð. Allir velkmonir.
Lesa meira
Fréttir
28.06.2013
Vegna forfalla er Daðahús á Flúðum laust vikuna 28. - 5. júlí, aðeins 30 þús.kr. vikan. Frábært hús með góðu aðgengi, heitum potti og öllum þægindum.
Lesa meira
Fréttir
24.06.2013
Landssamtökin Þroskahjálp vilja gjarnan heyra skoðanir fólks á ferðaþjónustu fatlaðra í Reykjavík.
Af því tilefni ætlum við að halda opinn rabbfund um efnið þriðjudaginn 2. júlí kl. 16:00 á Háaleitisbraut 13, 4.h. Hugmyndin er að heyra skoðanir manna um hvernig best verði staðið að ferðaþjónustu til framtíðar og í framhaldi af því að efna til viðræðna við stjórnvöld um það mál. Allir notendur og aðrir áhugasamir um ferðaþjónustu velkomnir.
Lesa meira
Fréttir
06.06.2013
Vinningshafi í Fésbókarleik Landssamtakanna Þroskahjálpar var dreginn út með viðhöfn mánudaginn 27. maí. Karlotta Jóna Finnsdóttir sem hlaut listaverkeftir Harald Michael Bilson, "The Selfportraitist". Óskum við vinningshafanum og vin okkar á fésbók hjartanlega til hamingju með vinninginn. Hún kom og sótti hann og fékk myndina afhenta með viðhöfn á skrifstofu Landssamtakanna.
Lesa meira
Fréttir
30.05.2013
Það er engin einföld leið til að koma í veg fyrir ofbeldi, það skiptir gríðarlega miklu máli að við séum vakandi og meðvituð um vandann. segir Gerður Árnadóttir, formaður Þroskahjálpar eftir að útkomu eigindlegrar rannsóknar á ofbeldi gegn fötluðum konum sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands vann fyrir Velferðarráðuneytið.
Lesa meira
Fréttir
30.05.2013
Í dag kom út skýrsla frá UNICEF sem fjallar um stöðu barna á Heimsvísu. Þetta árið fjallar skýrslan um börn með fötlun. Þroskahjálp fagnar því að þetta komi inn í umræðuna og að vakin sé athygli á þessum málum og stöðunni sem fatlað fólk býr við. Það er mikið gagn af því að fá svona skýrslu en hún vekur athygli á því að fatlað fólk, hvort sem það eru börn eða fullorðnir, er útsett fyrir ofbeldi, segir Gerður Árnadóttir, formaður Þroskahjálpar.
Lesa meira