Vinningstölur fyrir happdrættisalmanak 2021!

Verk Loja Höskuldssonar prýða almanakið í ár og eru bæði útsaumsverk og eftirprentanir í pottinum fy…
Verk Loja Höskuldssonar prýða almanakið í ár og eru bæði útsaumsverk og eftirprentanir í pottinum fyrir happdrættið. Þessi mynd heitir Afsakið en má ég ná í boltann minn úr fallega garðinum þínum og er frá árinu 2018.

Dregið hefur verið í happdrætti almanaks Landssamtakanna Þroskahjálpar 2021.

Nálgast má vinningstölur hér. Við óskum vinningshöfum innilega til hamingju, en í pottinum er fjöldi verka og eftirprentana eftir ástsælustu listamenn þjóðarinnar.

Við þökkum kærlega fyrir stuðninginn. Almanakssalan er stærsti liður í fjáröflun samtakanna, sem rekin eru nær eingöngu fyrir framlög einstaklinga.

Enn verður hægt að kaupa ónúmeruð almanök. Það þýðir að þau eru utan happdrættisins.