Velheppnuð málstofa um stöðu og réttindi seinfærra foreldra og barna þeirra

Velheppnuð málstofa um stöðu og réttindi seinfærra foreldra og barna þeirra

 Landssamtökin Þroskahjálp og Minningarsjóður Jóhanns Guðmundssonar stóðu fyrir málstofu um ofangreint efni föstudaginn 27. október.  Á málstofunni var farið yfir hver sé lagalega staða þessara mála  og  hvaða aðstoð og hvernig staðið er að þeirri aðstoð sem seinfærir foreldrar og börn þeirra eiga rétt á. Síðast en ekki síst fjölluðu seinfærir foreldrar sjálfuir um hvaða aðstoð gæti gagnast þeim best. Málstofuna sóttu um 170 manns auk þess sem henni var streymt og er hægt að nálgast efni hennar hér

Niðurstaða ráðstefnunnar var að margt er mjög vel gert á þessu málasviði, en ástæða sé til að skoða hvort ekki megi gera þar enn betur.