Vefur Strætó á auðlesnu máli!

Nú er hægt að skoða valdar síður á Strætó.is á auðlesnu máli. Þroskahjálp og Strætó hafa unnið saman að þessari nýju virkni.

Auðlesið mál nýtist þeim sem eiga erfitt með að lesa texta. Til dæmis fólki með þroskahömlun, fólki sem er lesblint eða þeim sem eru að læra íslensku. 

Auðlesinn texti er skrifaður á skýru og einföldu máli. Oft eru myndir notaðar til stuðnings.

Síður Strætó sem er hægt að breyta yfir á auðlesið mál eru merktar með „Easy-to-read“ tákninu frá Inclusion Europe.

Þegar að ýtt er á takkann þá skiptist texti á síðunni yfir í auðlesið mál.

Á nýja vef Strætó er mikil áhersla lögð á aðgengismál og Þroskahjálp vil koma sérstökum þökkum til Strætó fyrir að taka þetta framsýna og mikilvæga skref í þágu fatlaðs fólks.

Nýr vefur Strætó opnaði í lok janúar og má skoða hér.