Vefráðstefna um vinnuumhverfi framtíðarinnar fyrir fatlað fólk

Mynd frá Nordic Welfare Center. Myndlýsing: Kona situr við tölvu og er í myndsímtali við karl. Þau t…
Mynd frá Nordic Welfare Center. Myndlýsing: Kona situr við tölvu og er í myndsímtali við karl. Þau tala táknmál.

Nordic Welfare Center stendur fyrir vefráðstefnu um vinnuumhverfi framtíðarinnar og fatlað fólk þann 27. nóvember næstkomandi á Zoom.

Ný tækni, eins og gervigreind, mun hafa mikil áhrif á vinnuumhverfi framtíðarinnar. En hvað vitum við um hvaða áhrif þetta hefur á fatlað fólk? Hverjar eru afleiðingar þess að umhverfi atvinnulífsins verði í meira mæli stafrænt og hvað sýna rannsóknir? Hvaða ráðstafanir til þess að tryggja þátttöku fatlaðs fólks í atvinnulífi framtíðarinnar og hvaða tækifæri eru í framþróun  tækninnar.

Skráning og nánari upplýsingar hér: https://nordicwelfare.org/en/evenemang/how-can-future-workplaces-work-better-for-people-with-disabilities/https://nordicwelfare.org/en/evenemang/how-can-future-workplaces-work-better-for-people-with-disabilities/