Útgáfa: Að aðstoða seinfæra foreldra

Landssamtökin Þroskahjálp hafa gefið út rit til þess að styðja við og leiðbeina þeim sem vinna með seinfærum foreldrum. Ritið er skrifað af þeim Sigríði Elínu Leifsdóttur, þroskaþjálfa og Maríu Hreiðarsdóttur, seinfærri móður og rithöfundi. Í því er einnig að finna kafla með ráðum og óskum frá hópi seinfærra foreldra sem voru til stuðnings og yfirlestrar.
 
Í 23. grein samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er fjallað um virðingu fyrir heimilis- og fjölskyldulífi. Þar er m.a. fjallað um rétt fatlaðs fólks til að stofna fjölskyldu og fá fræðslu og stuðning vegna fjölskyldumála og barna-uppeldis þar sem áhersla er á að fatlað fólki eigi sama rétt og aðrir til að halda frjósemi sinni, giftast, stofna fjölskyldu og eiga börn. Þessi stuðningur er bundinn í lög.
 
Ritið er gefið út með styrk frá Félagsmálaráðuneytinu.
 
Hægt er að kaupa ritið í vefverslun samtakanna, bæði í prentaðri útgáfu og sem rafbók. Einnig er hægt að nálgast prentað eintak á skrifstofu okkar á Háaleitisbraut 13.