Upplýsingar um kóróna-veiruna á auðskildu máli

Landssamtökin Þroskahjálp hafa í samvinnu við landlækni og heilbrigðisráðuneytið búið til upplýsingabækling um kóróna-veiruna á auðlesnu máli.

Það er mikilvægt að allir fái réttar og góðar upplýsingar um kóróna-veiruna, líka fólk með þroskahömlun.

Við vonum að bæklingurinn komi að góðum notum. Smelltu hér til að skoða bæklinginn.

Þú mátt alltaf hafa samband við Landssamtökin Þroskahjálp ef þig vantar upplýsingar, í síma 588-9390.