Ungmennaráð og Landssamband ungmennafélaga í samstarf

Laugardaginn 29. mars fór fram sambandsþing Landssambands ungmennafélaga (LUF) í Hinu húsinu og fékk Ungmennaráð Þroskahjálpar þar áheyrnaraðild að samtökunum.

Við tilefnið sagði Sunna Dögg Ágústsdóttir „jafnrétti snýst ekki um að allir fái það sama heldur að um að mæta mismunandi þörfum til að allir geta notið sömu tækifæra.”

Við óskum LUF og Ungmennaráði Þroskahjálpar til hamingju með samstarfið!