Umsóknarfrestur vegna viðbótarumönnunargreiðslu til áramóta

Um áramót rennur út frestur til að sækja um viðbótarumönnunargreiðslu vegna fyrstu bylgju COVID-19 (16. mars til 4. maí) hjá Tryggingastofnun ríkisins.
 
Framfærendur barna sem voru með gilt umönnunarmat 16. mars til 4. maí 2020 fá eingreiðslu sem nemur 25% af fullum umönnunargreiðslum vegna COVID-19. Upphæð eingreiðslunnar er 48.108 kr.