Umsögn Þroskahjálpar um frumvarp félagsmálaráðherra um breytingar á örorkubótum

Landssamtökin Þroskahjálp hafa sent velferðarnefnd Alþingis umsögn sína um frumvarp sem félagsmálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi um breytingar á örorkubótum. Í umsögn samtakanna segir m.a.:

 Landssamtökin Þroskahjálp hafa ávallt barist fyrir því að sérstaklega sé gætt að hagsmunum þeirra sem vegna sjúkdóma eða skerðinga þurfa alfarið að treysta á almannatryggingar og telja það grunnhlutverk þess kerfis að tryggja sómasamlega framfærslu þess hóps. Þær breytingar sem frumvarpið mælir fyrir um munu alls ekki leiða til þess.“

 

Fulltrúar Þroskahjálpar munu funda með velferðarnefnd Alþingis sem hefur frumvarpið til meðferðar á morgun, 7. júní.

 

 

Umsögn samtakanna um frumvarpið má nálgast hér: