TR lokar afgreiðslu sinni, fjarþjónusta aukin

  • Tryggingastofnun ríkisins (TR) hefur lokað afgreiðslu sinni vegna kórónaveirunnar (COVID-19) en hægt verður að fá fjar-þjónustu hjá stofnuninni.

  • Hægt er að hafa samband við TR í síma 560 4400 milli klukkan 9 og 3. Þar er hægt að fá aðstoð og ráðgjöf.

  • Hægt er að nota vefsíðu TR og mínar síður eins og áður.

  • Hægt er að senda tölvupóst á netfangið tr@tr.is.

  • Greiðslur frá TR munu berast eins og venjulega.

 

Hér má lesa tilkynningu Tryggingastofnunar.