Þroskahjálp tilnefnd til Blaze verðlaunanna

Landssamtökin Þroskahjálp hafa hlotið tilefningu til Blaze verðlaunanna sem afhent verða í ágúst, en þau hljóta norrænir frumkvöðlar sem hafa skarað fram úr á sviði inngildingar verðlaun fyrir sitt framlag til margbreytileikans.

Tilefningin kemur til í kjölfar netkosningar þar sem kosið var milli fleiri aðila sem tilnefndir voru á öllum Noðurlöndunum. Þroskahjálp er tilefnd fyrir Íslands hönd í flokknum „catalysts“ en alls eru flokkarnir sex.

Öll Norðurlöndin eiga fulltrúa í hverjum flokki. 

Tilnefndir frá Íslandi eru:

  • Trailblazers: Charlotte Jónsdóttir Biering
  • Synergists: Samkaup hf
  • Groundbreakers: Sidekick Health
  • Catalysts: Landssamtökin Þroskahjálp og Reykjavík Global Forum – Women Leaders.
  • Guardians: GeoSilica
  • Sparks: Thelma Kristín Kvaran
 
Markmið verðlaunanna er að auka meðvitund um og varpa ljósi á samtök, einstaklinga og fyrirtæki sem eru virk í baráttunni fyrir samfélagi án aðgreiningar.
 
Landssamtökin Þroskahjálp hafa undanfarin ár barist ötulega fyrir því að auka tækifæri fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir á öllum sviðum samfélagsins. Á síðasta ári hófst sérstakt átak til þess að stuðla að auknum tækifærum fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir í atvinnulífi og námi. Þar voru samtökin einmitt í samstarfi við Samkaup ehf, sem einnig hljóta tilnefningu, um fræðslu um Samning sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og viðeigandi aðlögun. Verkefnið lýsir þeim aðgerðum sem skylt og mikilvægt er að ráðast í til að tryggja fötluðu fólki agðengi og tækifæri á vinnumarkaði.
 
Fulltrúar Þroskahjálpar munu taka þátt í ráðstefnu í Noregi í ágúst þar sem sérfræðingar og frumkvöðlar á Norðurlöndunum koma saman til þess að ræða um margreytileikann og inngildingu, kosti og hindranir, á víðum grunni. Samtökin eru stolt af því að vekja eftirtekt fyrir þá vinnu sem við leggjum í samstarf við fjölmarga aðila sem eru í aðstöðu til að þoka tækifærum fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir til betri vegar og um leið bæta lífsgæði þess. Þá gleðjast samtökin með að hagsmunasamtök fatlaðs fólks séu í hópi tilefndra enda gerir það okkur kleift að varpa kastljósi á mikilvægi þess að ryðja braut til sjálfsagðrar þátttöku fatlaðs fólks á öllum sviðum samfélagsins!