Þroskahjálp og Geðhjálp senda velferðarnefnd áskorun vegna Arnarholts

Loftmynd af Arnarholti. Skjáskot úr fréttatíma RÚV.
Loftmynd af Arnarholti. Skjáskot úr fréttatíma RÚV.

Nýverið var greint var frá hræðilegum aðbúnaði og meðferð á heimilisfólki á vistheimilinu Arnarholti. Þann 12. nóvember sl. sendu Þroskahjálp og Geðhjálp erindi til velferðarnefndar Alþingis að nefndin hlutist til um að gerð verði óháð rannsókn á aðbúnaði og meðferð fullorðins fatlaðs fólks með þroskahömlun annars vegar og fullorðinna með geðrænan vanda hins vegar sl. 80 ár á Íslandi.

Fara samtökin tvö fram á að skoðaðar verði allar stofnanir og úrræði sem ríki, sveitarfélög, frjáls félagasamtök, líknarfélög og aðrir aðilar ráku fyrir þessa hópa. Jafnframt verði gerð úttekt á þeim geðdeildum og úrræðum sem Landspítalinn og önnur sjúkrahús ráku á þessum tíma. Nauðsynlegt sé að ráðast í lagabreytingar svo aflétta megi leynd af þeim gögnum sem nauðsynlegt er að skoða í tengslum við þessa rannsókn.

Ályktunina í heild sinni má lesa með því að smella hér.